Sagan okkar.
Okkar saga í framleiðslu á persónulegum vörum má rekja til ársins 1999 þegar við opnuðum kökuskreytingar fyrirtæki sem síðar varð kaka.is. Það má segja að þá byrjaði sú persónulega framleiðsla sem okkar fyrirtæki byggist uppá.
Við leggjum semsagt áherslu á að skapa persónulega upplifun viðskiptavinar okkar, þar sem við framleiðum það sem þeir óska eftir.
Með Töff.is opnast ný leið til að fyrir viðskiptavini okkar að láta okkur framleiða fyrir sig, persónulegan fatnað og fylgihluti.

HVER Á TÖFF SOCKS
Hæ. Við erum Braga & Palli
Við erum eigendur af Töff Socks ehf. Okkar Töff saga hefst á Covid tímum um áramótin 2020-2021 í einu litlu herbergi, með kaupum á einni lítilli skurðarvél sem við notuðum til þess að gera kökuskraut. Síðan færðist starfsemin yfir í annað herbergi og þurfti síðan hjónaherbergið að láta undan ásamt stofu. Núna í júlí 2023 fluttum við loksins starfsemina í iðnaðarbil í Lækjarflóa Akranesi.