Viltu vita meira?

Velkomin á spurningar síðu Töff Socks! Við munum svara öllum helstu spurningum þínum á listanum hér að neðan.

1. Hver er afgreiðslutíminn?

Við framleiðum á 2-4 virkum dögum eftir pöntun.

2. Get ég sótt?

Við starfrækjum eingöngu vefverslun. Okkar starfsemi fer fram í Lækjarflóa Akranesi. Við höfum möguleika á að láta taka með pakka á Höfuðborgarsvæðið ef svo ber undir. Þá er hægt að sækja til viðkomandi.

3. Get ég sett hvaða mynd sem er?

Já í raun og veru. Þú berð ábyrgð á því að gæði og upplausn sé góð og einnig að þú hafir rétt á að nota það myndefni sem þú hleður upp.

4. Get ég sett fleiri myndir en eina í einu.

Í flestum vörum er hægt að setja sínar myndir, ef þú vilt láta setja fleiri þá endilega sendu okkur póst á sala@toff.is

5. Eru þetta litlar eða stórar stærðir.

Við tökum það fram undir hverri vöru stærðir og efni.

6. Þola vörunar þvott?

Undir hverri vöru eru þvottaleiðbeiningar, sama hvort um sé að ræða fatnað eða drykkjarílát. Einnig fylgja með á umbúðum upplýsingar.

Hefur þú fleiri spurningar? Hafðu samband við okkur sala@toff.is